
Úrræðið og stefnan okkar
Um Birtuhlíð
Úrræðið
Birtuhlíð er búsetuúrræði fyrir börn með hegðunarvandamál og fjölþættan vanda. Áhersla forsvarsmanna Birtuhlíðar er að veita börnum góða þjónustu í formi skammtíma eða langtíma búsetuúrræðis þar til þau verða 18 ára, með möguleika á áframhaldandi þjónustu á fullorðinsárum. Á þeim tíma er okkar markmið að veita börnunum öruggan samastað þar sem ríkir heimilisbragur, þar sem þau geta notið öryggis og samveru við starfsmenn, sinnt áhugamálum og tómstundum. Þar að auki er það leiðarljós Birtuhlíðar að gefa börnunum veganesti út í lífið í formi atvinnuþátttöku, menntunar og hjálpa þeim að finna og leggja rækt við styrkleika og efla sjálfsmynd sína.
Stefnan
Áhersla okkar hjá Birtuhlíð er að draga úr líkum á því að einstaklingarnir verði þjónustuþegar velferðarkerfisins þegar komið er á fullorðinsaldurinn og verði í stað virkir þátttakendur í samfélaginu í formi vinnuframlags eða menntunar. Við sem stöndum að baki Birtuhlíð höfum yfir að búa fræðilegum bakgrunni og samanlagt með áratuga reynslu af störfum með börnum og ungmennum bæði hjá ríkisreknum stofnunum og einkaaðilum. Auk þess höfum við reynslu af fíknisjúkdómum og þeim bjargráðum sem þarf til þess að yfirstíga þær áskoranir sem þeim vanda fylgir. Við leggjum því bæði áherslu fræðilegan bakgrunn studdan af gagnreyndum vinnuaðferðum en einnig reynslu okkar, áföllum, fíknisjúkdómum og atvinnulífinu.
Sá fræðilegi bakgrunnur sem við höfum að leiðarljósi í störfum okkar er hugmyndafræði tengslamyndandi nálgunar sem gengur í stuttu máli út á að Þegar komið er fram við börn af virðingu og þau upplifa virðingu í umhverfi sínu, þá munu þau þroskast og eflast í samkennd, umhyggju og virðingafullri hegðun.
Fer því saman bókvit og brjóstvit í nálgun okkar að hverju máli fyrir sig en við miðum að því að veita einstaklingsmiðaða nálgun að hverju máli með það að markmiði að þau finni og nái fótfestu í lífinu með gott veganesti til þess að mæta þeim áskorunum sem bíða þeirra á lífsleiðinni.
Um okkur
Teymið
Guðmundur
Guðmundur Stefán Erlingsson er með BA gráðu í félagaráðgjöf og meistaragráðu og starfsréttindi sem félagsráðgjafi. Hann hefur einnig lokið diplómanámi í samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna ásamt fjölmörgum námskeiðum í störfum sínum hjá barna og fjölskyldustofu, en hann starfaði á Stuðlum meðferðarstöð fyrir unglinga í 21 ár. Hann hefur auk þess starfað í búsetuúrræði fyrir einstaklinga með fjölþættan vanda og íbúðakjörnum fyrir fatlaða einstaklinga. Hann hefur lokið námi í sáttamiðlun og hefur starfsréttindi sem sáttamiðlari. Hann er með réttindi sem ART þjálfari og þjálfararéttindi hjá ÍSÍ. Guðmundur hefur langan námsferil, dýrmætan fræðilegan bakgrunn og mikla reynslu af vinnu með börnum með hegðunarvanda, fjölþættan vanda og fíknisjúkdóma.
Andri
Andri Már Ágústsson Hefur starfað á Stuðlum meðferðarstöð fyrir unglinga með hegðunarvanda um árabil og hefur víðtæka reynslu af börnum með hegðunarraskanir og fíknivanda. Hann hefur auk þess unnið með fólki sem er að taka sín fyrstu skref í bata frá fíknisjúkdómum. Hann hefur einnig rekið áfangaheimili, haft mannaforráð og sinnt sértækri heimaþjónustu á vegum sveitarfélaga. Þar að auki hefur hann starfað með ungum drengjum með fjölþættan vanda og hegðunarraskanir í búsetuúrræði. Þessa dagana er hann í markþjálfanámi á vegum Profectus.
Jóhann
Jóhann Birgir Ingvarsson hefur lokið Framhaldsnámi Profectus í Markþjálfun og með því kennslu réttindi á NBI Hugmælingakerfi. Hann hefur unnið með börnum, unglingum og fullorðnum frá aldrinum 10 til 25 ára frá því því hann hóf starfsferil sinn árið 2013 sem leiðbeinandi, ráðgjafi og vaktstjóri. Hann hefur haft mannaforráð, hefur unnið fyrir grunnskóla, sveitarfélög og einkarekin fyrirtæki.
Jóhann var leikmaður Meistaraflokks FH í handbolta í 15 ár og kom auk þess að þjálfun yngri flokka í handbolta á því tímabili, samhliða spilamennsku og hefur hann því mikla reynslu af uppbyggilegu starfi með unglingum.
Nonni
Jón Vignir Daníelsson er bifvélavirki með 15 ára reynslu við störf sem bifvélavirki. Hann hefur umfangsmikla reynslu sem sjálfstæður atvinnurekandi en einnig sem flotastjóri á bílaleigu og hefur haft mannaforráð. Auk þess er hann með kennsluréttindi frá ISAF í kænusiglingum.
Jón býr yfir dýrmætri blöndu af tæknilegri færni og kennsluþekkingu. Hann hefur jafnframt starfað í búsetuúrræði fyrir börn með fjölþættan vanda, einkum varðandi vinnuþjálfun og kennslu - hlutverk sem hann hefur mótað og sinnt í störfum sínum með drengi í slíkum úrræðum.
Hafðu samband
Við erum hér til að hjálpa og alltaf opin fyrir samtali, hvort sem um er að ræða spurningar, ráðgjöf eða næstu skref.
